16/10/2024

Gaman á unglingalandsmóti í Vík

Dagana 29. júlí – 3. ágúst var haldið unglingalandsmót í Vík. Líkt og undanfarin ár þá sendu HSS og nágrannar okkar úr V-Húnavatnssýslu USVH sameiginlegt lið til keppni. Árangur keppenda okkar fór fram úr björtustu vonum enda var um samheldið lið að ræða. Allt samstarf milli félagana var til fyrirmyndar og hefur skapast góður vinskapur milli krakkanna. Ekki síður mikilvægara var að unglingar HSS/USVH voru sér og sínum til sóma með góðri framkomu bæði í leik og starfi. Árný Björk Björnsdóttir á Melum og Hadda Borg Björnsdóttir í Þorpum unnu sigra í sínum keppnisgreinum á mótinu.

Í fréttatilkynningu frá Þorvaldi Hermannssyni framkvæmdastjóra HSS kemur fram að fyrir hönd HSS vil hann þakka Húnvetningum fyrir frábært samstarf og einnig „taka ofan fyrir öllu því fólki sem koma að skipulagningu mótsins í Vík. Þessi helgi var frábær skemmtun og vonandi fara sem flestir á næsta unglingalandsmót sem verður haldið á Laugum í Þingeyjarsýslu." Hér að neðan fylgja helstu úrslit keppenda HSS, en öll úrslit landsmótsins eru á vefslóðinni: http://www.umfi.is/umfi/unglingalandsmot/urslit/.    
 
Skák
Árný Björk Björnsdóttir hlaut gullverðlaun í flokki stúlkna á aldrinum 15-16 ára.
 
Sund
Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, 50 m bringusund, 12 sæti af  20 keppendum.
 
Hestaíþróttir
Björk Ingvarsdóttir hlaut silfur í tölti á Vissu og fékk hún einkunnina 4,5 og einnig silfur í fjórgangi á Aþenu með einkunnina 4,6.
 
Frjálsar
Guðjón Þórólfsson hlaut silfur í hástökki 11-12 ára.
Árangur hans er hér að neðan:
Hástökk 2 sæti af  17 keppendum með stökk upp á 1,35m.
60m hlaup 20 sæti af 28 keppendum.
Langstökk 18 sæti af 22 keppendum.
 
Hadda Borg Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í hástökki stelpna 11-12.
Árangur hennar er hér að neðan:
Kúluvarp 17 sæti af 30 keppendum.
60m hlaup 14 sæti af 38 keppendum.
Langstökk 7 sæti af 37 keppendum.
Hástökk 1 sæti af 20 keppendum með stökk upp á 1,43m. 
 
Körfubolti
HSS/USVH 11-12 ára stelpur þriðja sæti
HSS/USVH 13-14 stelpur fyrsta sæti
HSS/USVH 15-16 stelpur þriðja sæti
 
HSS/USVH 13-14 strákar fjórða sæti
HSS/USVH 15-16 strákar fjórða sæti
HSS/USVH 17-18 strákar annað sæti
 
Knattspyrna
HSS/USVH Stelpur 11-12 ára þriðja sæti
HSS/USVH Stelpur 13-14 ára fjórða sæti
HSS/USVH Stelpur 15-16 ára þriðja sæti
 
HSS/USVH/ÍA Strákar 11-12 ára annað sæti
HSS/USVH/USAH Strákar 14-15 ára fyrsta sæti.

Ljósm. Þorvaldur Hermannsson