02/05/2024

Fróðleikur um fugla á Sauðfjársetrinu

645-teista-marhn1
Sunnudaginn 28. júlí kl. 16:00 munu Björk Guðjónsdóttir og Jón Hallur Jóhannsson segja frá rannsóknum sínum á fuglalífi á Ströndum, en þau hafa fylgst með og rannsakað fugla á Ströndum árum saman. Fróðleikurinn hefur yfirskriftina Breytingar á fuglalífi á Ströndum og fleira. Fyrirlesturinn fer frá á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð og Sauðfjársetur á Ströndum býður kaffi og kökur fyrir 1.000.- fyrir tólf ára og eldri og 500.- fyrir 7-12 ára í tilefni dagsins. Allir eru hjartanlega velkomnir á fyrirlesturinn.