08/11/2024

Aðventuhátíð kórs Átthagafélags Strandamanna

BústaðarkirkjaAðventuhátíð kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 9. desember í Bústaðakirkju og hefst klukkan 16.30. Þar mun Krisztina Szklenár stjórna söng kórsins og einnig mun barnakórinn syngja nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage. Hugvekju flytur Kristín Árnadóttir skólastjóri og djákni á Borðeyri. Með kórnum leika Hjörleifur Valsson á fiðlu, Magnea Árnadóttir á flautu og Bryndís Björgvinsdóttir á selló. Aðventuhátíðinni lýkur svo með hinu margrómaða kaffihlaðborði kórsins og er það innifalið í miðaverði sem er kr. 2.000.- fyrir fullorðna, en frítt er fyrir börn 14 ára og yngri.

Það er von kórsins að flestir hafi tök á að koma og eiga saman góða stund. Ánægjulegt er að vita að mörgum Strandamönnum þykir aðventuhátíðin ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Það má geta þess að kór Átthagafélags Strandamanna verður 50 ár á næsta ári.

bottom

Kór Átthagafélags Strandamanna

atburdir/2007/580-atthagafelagskor.jpg

Bústaðakirkja – ljósm. frá Pálma Matthíassyni