12/11/2024

Arnkatla 2008 formlega stofnaður á morgun


Undirbúningshópur ferðaþjónustuklasans Arnkatla 2008 boðar til fundar á morgun
laugardaginn 24. nóvember kl. 13:00 á Café Riis á Hólmavík. Ætlunin er að ýta
klasaverkefninu úr vör og koma skipulagi á hópinn. Farið verður yfir alla
undirbúningsvinnu sem unnin hefur verið og lagðar fram tillögur um skipulag
tengslanetsins. Arnkatla 2008 er samstarfsvettvangur fyrirtækja í ferðaþjónustu
sem starfa á Ströndum og Reykhólasveit og hefur það að markmiði að efla
atvinnugreinina á svæðinu og kennir sig við nýjan veg sem unnið er að á milli
Stranda og Reykhólasveitar. Stefnt er að því að settir verði fjórir vinnuhópar á
laggirnar sem þátttakendur í samstarfinu skrái sig í.

Hóparnir eru:

1. Markaðssetningarhópur
2. Menningartengd
ferðaþjónusta
3. Náttúrutengd ferðaþjónusta
4. Grunngerð, verslun,
þjónusta og námskeið

Allir þeir sem áhuga hafa á eflingu ferðaþjónustu,
verslun og almennri þjónustu eru velkomnir á fundinn og taka þátt í starfinu. Í
fundarboði kemur fram að stefnt sé að þátttöku í viðamiklum námskeiðum á næstu
árum, vinna kröftuglega að markaðssetningu svæðisins og stefna að því að það
verði náttúru- og fuglaskoðunarsvæði á heimsvísu. Stefnt er að
stefnumótunarfundi síðustu helgi janúar mánaðar þar sem sameiginleg árshátíð
greinarinnar verður haldin í fundarlok.

 
Skráning á fundinn á morgun er á netfanginu galdrasyning@holmavik.is eða í síma
897 6525.