12/07/2024

Bingó í Finnbogastaðaskóla

Bingóspilarar í ÁrneshreppiÁrlegt bingókvöld í Finnbogastaðaskóla var haldið þann 10. mars í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Mæting var góð að venju, en um það bil 90% hreppsbúa mættu til leiks. Vinningar voru glæsilegir að venju, svo sem flugferð fyrir tvo á leiðinni Gjögur/Reykjavík, leikhúsferðir og margt fleira. Í hléinu voru seldar veitingar sem gerðu mikla lukku eins og við var að búast.

Bingókvöld Finnbogastaðaskóla er ein stærsta fjáröflunarleið ferðasjóðs nemenda skólans en yfir þrjátíu aðilar styrktu sjóðinn svo bingóið yrði sem glæsilegast. Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla senda þeim öllum bestu þakkir. Myndin að neðan er af nokkrum bingóspilurum sem tóku þátt í spilamennskunni.

Ljósmynd: Bjarnheiður J. Fossdal
Ljósmynd: Bjarnheiður J. Fossdal.