29/03/2024

Dráttarvéladagur og JÆJA á sunnudaginn

DrÞað verður mikið um dýrðir í Sauðfjársetrinu í Sævangi næstkomandi sunnudag 9. ágúst, en þá verður haldinn þar Dráttarvéladagur og töðugjöld auk þess sem opnuð verður innsetning listamannsins Guðjóns Ketilssonar á sviðinu í Sævangi, en hún ber nafnið JÆJA og er hluti af verkefninu Dalir og Hólar-handverk. Dráttarvéladagurinn hefst kl. 14:00 og aðalatriðið er keppni í ökuleikni á dráttarvél þar sem keppendur keyra gegnum stórskemmtilega braut með ýmsum þrautum á sem stystum tíma. Núverandi meistarar eru Sigríður Jónsdóttir á Heydalsá og Ómar Már Pálsson frá Grund. Í kaffistofunni í Sævangi verður glæsilegt töðugjaldakaffihlaðborð á vægu verði.