24/06/2024

Takk innilega – Heiða áfram í Idol

Heiða Ólafs - ljósm. Idol.isHeiða Ólafs komst örugglega áfram í Idol keppni kvöldsins og er nú komin í 7 manna úrslit. Hún söng lagið Láttu mig vera með Sálinni hans Jóns míns óaðfinnanlega og fékk frábæra dóma frá dómurunum.

Heiða hefur fyrir vana að segja „Takk innilega" við dómarana þegar þeir hafa lokið máli sínu – sem er einmitt það sama og við Strandamenn viljum segja við Heiðu. Frammistaða hennar í þessari keppni er fádæma góð og það er enginn vafi á að hún getur orðið poppstjarna, ef hún hefur áhuga á því.