29/03/2024

Rjúpnavængir og smáfuglar

Nú er frost á Fróni og mikilvægt að muna eftir smáfuglunum, þeir þurfa eitthvað í gogginn í þessum frosthörkum sem nú eru. Af öðrum fuglum er það helst að frétta að rjúpnaveiði er afar lítil á Ströndum, eftir því sem fréttir herma. Veiðimenn sem hafa náð í rjúpur í jólamatinn eru hvattir til að senda Ólafi Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun rjúpnavængi. Beðið er um hægri vænginn, dagsetningu veiðinnar, stað og veiðimann.