16/10/2024

Bíldudalsstein og Vestfirðir að vetri

Gallerí Dynjandi á Bíldudal hefur verið í sýningarferð með tvær listsýningar að undanförnu, Vestfirði að vetri og Bíldudalsstein. Sýningin saman stendur af, annars vegar höggmyndum og málverkum eftir Hönnu Woll frá Þýskalandi og hins vegar ljósmyndum, þrívíddarljósmyndum og ljósmyndum á tjaldi eftir Hafdísi Húnfjörð frá Tálknafirði. Listafólkið er nú statt á Hólmavík og vinnur nú að uppsetningu sýninganna á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3. Ætlunin er að sýningarnar verði opnar miðvikudaginn 4. mars frá 16-20 og fimmtudaginn 5. mars frá 10-20. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Á sýningunni verður sagt frá verkum þeirra og þó sérstaklega frá myndefninu á tjaldsýningunni og mun Jón Þórðarson sýningahaldari hjá Gallerí Dynjanda ræða við sýningargesti um Vestfirði að vetri, sem er einkar vel viðeigandi þessa dagana. Sýningarferðalagið er styrk af Menningarráði Vestfjarða.