15/04/2024

Fjölbreytt og skemmtileg listasýning á Hólmavík

Gallerí Dynjandi á Bíldudal hefur verið á sýningarferðalagi með tvær listasýningar um landið og hefur nú sett þær upp í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þetta er afar fjölbreytt og skemmtileg sýning sem allir eru hvattir til að skoða. Kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is var staddur við opnunina í dag og tók nokkrar svipmyndir ásamt sem hann ræddi við Jón Þórðarson forstöðumann gallerísins. Sýningin samanstendur af verkum listakvennanna Hönnu Woll frá Þýskalandi og Hafdísar Húnfjörð frá Tálknafirði. Sýningin verður opin til kl. 20:00 á morgun, fimmtudag.