11/10/2024

Stóra upplestrarkeppnin á Reykhólum

Fréttatilkynning frá 7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík
Við í 7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík erum að fara taka þátt í Stóru upplestrakeppninni á Reykhólum. Keppnin byrjar klukkan 17:00, mánudaginn 8. mars, og það eru 9 keppendur frá skólunum á Hólmavík, Borðeyri, Drangsnesi, Finnbogastöðum og Reykhólum.

Þrír bestu lesarar fá verðlaun.

Hljóðfæraleikarar flytja tónlist og aðrir ungir listamenn koma með atriði.

Skáld keppninnar eru: Þorsteinn frá Hamri og Ármann Kr. Einarsson. Allir eru velkomnir á Stóru upplestrarkeppnina. Kær kveðja, 7. bekkur grunnskólans á Hólmavík (Brynja, Fannar, Guðmundur, Margrét
og Theódór).