30/10/2024

Allt að klárast

Nú líður að lokum tippleiks strandir.saudfjarsetur.is eins og áður hefur komið fram. Stjórnandi tippleiksins er enda að niðurlotum kominn og komst ekki til að setja inn spár helgarinnar vegna anna – fyrr en núna rétt í þessu. Leikir helgarinnar byrja eftir 10 mínútur og það er ljóst að það verður æsispennandi að fylgjast með viðureign Ásdísar Jónsdóttur og Haraldar V.A. Jónssonar. Ef Haraldur hefur betur eða jafntefli verður niðurstaðan er ljóst að Jón Jónsson hefur farið með sigur af hólmi. Spár og umsagnir helgarinnar má sjá hér fyrir neðan:


1. Liverpool – A. Villa
 
Ásdís: Villa gæti verið villa í kerfinu. Tákn: 1.
 
Haddi: Liverpool vinnur A.Villa annan leik í röð. Tákn: 1.
 
+++

2. Birmingham – Newcastle

 
Ásdís: Nú sigra bara öll heimaliðin spái ég. Tákn: 1.
 
Haddi: Newcastle er enn í stuði og vinnur Birmingham. Tákn: 2.
 
+++

3. Wigan – Portsmouth

 
Ásdís: Ég er búin að brjóta hausinn á mér í tætlur. Tákn: X.
 
Haddi: Wigan vinnur Portsmouth. Tákn: 1.
 
+++
4. Middlesboro – Everton
 
Ásdís: Nærri því. Tákn: 1.
 
Haddi: Middlesboro eru á sigurbraut eftir sigur á S –Búkarest og vinnur Everton. Tákn: 1.
 
+++

5. Man. City – Fulham
 
Ásdís: Hef ekki nokkra trú á Fulham. Tákn: 1.
 
Haddi: Man.City-Fulham þetta er erfiður leikur, held að heimavöllurinn sé málið. Tákn: 1.
 
+++
 
6. Charlton – Blackburn
 
Ásdís: Megi Charlton vinna. Tákn: 1.
 
Haddi: Charlton – Blackburn þetta verður jafntefli. Tákn: X.
 
+++
 
7. Tottenham – Bolton
 
Ásdís: Best að láta þessa drjóla vinna einu sinni. Tákn: 1.
 
Haddi: Tottenham vinnur hefðin segir það. Tákn: 1.
 
+++
8. Sheff. Utd. – Crystal Palace
 
Ásdís: Ekki meira um það. Tákn: 1.

Haddi: Sheff.Utd tapa ekki tvo leiki í röð. Tákn: 1.
 
+++
 
9. Watford – Hull
 
Ásdís: Skollinn skeini Hull. Tákn: 1.
 
Haddi: Watford þeir bara vinna Hull. Tákn: 1.
 
+++
 
10. Preston – Leeds
 
Ásdís: Prelátarnir í stuði. Tákn: 1.
 
Haddi: Preston – Leeds jafntefli. Tákn: X.
 
+++
 
11. Norwich – Wolves
 
Ásdís: Þetta eru uppáhaldsliðin mín bæði. Tákn: 1.
 
Haddi: Úlfarnir eru on fire. Tákn: 2.
 
+++

12. Coventry – Cardiff
 
Ásdís: Áfram Addalið. Tákn: 1.
 
Haddi: Coventry þeir vinna Cardiff. Hvað er nú það? Tákn: 1.
 
+++
 
13. Southampton – Leicester
 
Ásdís: Og þá er það komið. Tákn: 1.
 
Haddi: Southampton og Leicester sættast á jafnan hlut. Tákn: X.