11/10/2024

Mokað í Árneshrepp einu sinni í viku

Á vefnum www.litlihjalli.is kemur fram að Vegagerðin stefnir nú á að moka norður í Árneshrepps einu sinni í viku, að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Stefnt er á að mokað verði á þriðjudögum eða næsta dag á eftir ef veður leyfir ekki mokstur á mokstursdegi. Í dag var opnað norður, en talsvert snjóaði síðastliðna nótt og fram á morgun og má búast við skafrenningi af þeirri lausamjöll þegar vind hreyfir.