16/10/2024

Sveiflur í veðri framundan

Afbragðs fallegt veður hefur verið í dag þannig að skíðagöngugarpar í Selárdal hafa verið heppnir. Veðurfarið hefur verið nokkuð rysjótt eftir áramót og síðustu daga hafa Strandamenn séð töluvert af snjó. Annað kvöld á hins vegar að gera hvassa sunnan eða suðvestanátt með úrkomu og hlýna í veðri og á mánudag á einnig að vera hvasst og rigning. Meðfylgjandi myndir frá Hólmavík voru teknar í síðustu viku, því góðviðrisdagar koma alltaf inn á milli í því sýnishornaveðurfari sem einkennt hefur Strandir.

Blíða

frettamyndir/2011/640-bryggjan3.jpg

frettamyndir/2011/640-bryggjan1.jpg

frettamyndir/2011/640-blida.jpg

Vetrarstemmning á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson