12/09/2024

Kosið um sameiningu tveggja hreppa í dag

Tröllin í KollafirðiÍbúar Broddanes- og Hólmavíkurhrepps ákveða í dag hvort af sameiningu sveitarfélaganna tveggja verður, en hreppsnefnd Broddaneshrepps fór fram á það við Hólmavíkurhrepp að taka upp viðræður um sameininguna skömmu eftir að úrslit stóru sameiningarkosninganna lágu fyrir þann 8. október síðastliðinn. Þá var kosið um sameiningu fjögurra nyrstu sveitarfélaganna á Ströndum. Sú tillaga var felld í öllum hreppum nema í Broddaneshreppi sem er fámennasta sveitarfélagið. Íbúar Broddaneshrepps eru 53 og þar af eru 47 manns á kosningaaldri. Íbúar Hólmavíkurhrepps eru 447, þar af 317 manns á kosningaaldri. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan 12:00-18:00 og er kosið í Hólmavíkurskóla og Broddanesskóla.