22/02/2024

Gísli Súrsson á Ströndum

GísliKómedíuleikhúsið sýndi einleikinn Gísla Súrrson í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og fór Elvar Logi Hannesson á kostum í hlutverki þeirra persóna sem koma við sögu. Einstaklega vel hefur tekist að koma þessari flóknu sögu í leikritsformið og er öruggt að hróður verksins á eftir að berast víða. Ætlunin er að sýna aðra sýningu á Hólmavík á morgun kl. 11:00 fyrir nemendur grunnskólans á Hólmavík. Leikritið verður sýnt á ensku í sumar fyrir ferðamenn sem leið eiga til Ísafjarðar, en Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhúsið á landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Akureyri. Vef leikhússins má nálgast hér undir þessum tengli.