13/10/2024

Stofnfundur svæðisfélags Vinstri grænna á Ströndum

Fyrirhugað er að halda stofnfund svæðisfélags Vinstri grænna á Ströndum, næstkomandi sunnudag 11. janúar. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Sævangi og eru allir stuðningsmenn Vinstri grænna boðnir velkomnir á fundinn, hvort sem þeir eru flokksbundnir eða ekki. Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi mætir á fundinn og heldur erindi. Fundurinn hefst kl. 20:00 og boðið verður upp á kaffi og kleinur.