14/09/2024

Fiskur á þurru landi og minkur í Djúpinu

Þegar Strandamenn voru á heimleið eftir vel heppnaðar upptökur á Hamingjulaginu í ár í Tanknum á Flateyri rákust ferðalangarnir á mink sem var að dröslast með lifandi fisk yfir veginn, rétt í grenndinni við Ögur við Ísafjarðardjúp. Umferðin var hins vegar það mikil að það var ekki flóafriður fyrir kvikindið að koma fiskinum yfir veginn og varð hann að skilja við hann á malbikinu. Var minkurinn búinn að gera þrjár árangurslausar tilraunir að ná í fiskinn, en í hvert skipti kom bíll svo hann lét sig hverfa í bili. Sáu Strandamenn ekki annan kost í stöðunni en að rétta minknum hjálparhönd og settu fiskinn út í vegkantinn. Fljótlega gægðist minkurinn upp fyrir kantinn og hrifsaði fiskinn með sér. Sagði ekki einu sinni takk.

Minkurinn og fiskurinn

Minkurinn að vandræðast við veginn

Fiskurinn endilangur á malbikinu, nokkuð stærri en minkurinn sjálfur

frettamyndir/2008/580-mink-djup2.jpg

Salbjörg færði fiskinn út í vegkantinn

frettamyndir/2008/580-mink-djup1.jpg

Minkurinn lét ekki segja sér tvisvar að hafa fiskinn á brott með sér