14/09/2024

Golfskáli í smíðum

Síðustu daga hefur risið bjálkahús við golfvöllinn og fótboltavöllinn á Skeljavíkurgrundum við Hólmavík og hafa framkvæmdirnar gengið vel. Er húsinu ætlað að vera aðstöðuhús fyrir golfið og völlinn, salernis og kaffiaðstaða, og batnar öll aðstaðan á völlunum við þetta. Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við í gær og spurði frétta var Jóhann Lárus yfirsmiður uppi á þaki, en Jónsi Laugja studdi við veggina á meðan Bjössi Péturs handlék réttskeið af mikilli kunnáttu og list. Bar þeim félögum saman um að húsið yrði tilbúið fyrir Hamingjudaga í lok mánaðar og ef það tækist ekki í ár yrði það alla vega tilbúið fyrir Hamingjudagana á næsta ári.

Golfskáli verður til

frettamyndir/2008/580-golfhus3.jpg

Golfskáli í smíðum – ljósm. Jón Jónsson