10/12/2024

Fundur í dag vegna Perlan Vestfirðir

Fundur verður haldinn á Café Riis á Hólmavík í dag þar sem farið verður yfir aðkomu Strandamanna á stórkynningunni Perlan Vestfirðir sem verður haldin um næstu helgi. Þessi sýning í Perlunni var síðast haldin árið 2002 en þá komu hátt í 30 þúsund manns á kynninguna. Fundurinn hefst kl. 15:00 en ennþá er hægt að skrá sig til þátttöku. Eingöngu skráðir þátttakendur koma að efni á básnum á sýningunni og fá kynningu í bæklingum og auglýsingum sem unnið er að og tíminn til að skrá sig til þátttöku fer að styttast.

Eftirtaldir tuttugu og fjórir aðilar hafa skráð sig til leiks og hafa ákveðið að vera með í kynningunni og vinna að því að gera þátt Strandamanna sem glæsilegastan á sýningunni. Allar nánari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni verkefnisstjóra í síma 897 6525 eða í netfangi galdrasyning@holmavik.is. Athygli er vakin á því að ennþá er hægt að skrá sig til þátttöku en tíminn til þess fer að styttast. Neðst á síðunni má sjá forsíðu Strandabæklingsins sem verður prentaður strax í byrjun næstu viku.

Veitingaskálinn Brú Hrútafirði S: 451 1122
– Söluskáli, veitingar, bensínstöð –
www.stadarskali.is
 
Lækjargarður Borðeyri S: 451 1131
– Verslun, kaffihús, vínveitingar, tjaldsvæði
 
Ferðaþjónustan Kirkjuból S: 451 3474
– Gistihús við Steingrímsfjörð –
www.strandir.saudfjarsetur.is/kirkjubol
 
Sauðfjársetur á Ströndum S: 451 3324
– Sögusýning, kaffistofa –
www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur
 
strandir.saudfjarsetur.is S: 690 3180
– Fréttavefur á Ströndum –
www.strandir.saudfjarsetur.is
 
Upplýsingamiðstöð ferðamála Hólmavík S: 451 3111
– Alhliða upplýsingamiðstöð –
www.holmavik.is/info
 
Ferðaþjónustan Kópnesbraut 17 S: 451 3117
– Gisting á Hólmavík –
solgull@islandia.is
Hamingjudagar á Hólmavík S: 451 3510
– Dagana 30. júní – 3. júlí –
www.hamingjudagar.is
 
Café Riis Hólmavík  S: 451 3567
– Restaurant, bar, pizza –
www.caferiis.is
 
Galdrasýning á Ströndum S: 451 3525
– Safn um galdra og galdramál –
www.galdrasyning.is
 

Hólmadrangur ehf S: 455 3300
– Rækjuverksmiðja
 á Hólmavík

Kaupfélag Steingrímsfjarðar S: 455 3100
– Verslanir Hólmavík, Drangsnesi og Norðurfirði
– Vöruflutningar Reykjavík, Hólmavík, Drangsnes 
 

Svaðilfari hestaferðir S: 456 4858
– 9 daga ævintýri á hestbaki – 
www.svadilfari-iceland.com
 
Ferðaþjónustan Sundhani S: 451 3238
– Gisting á Drangsnesi og áætlunarferðir í Grímsey
 
Gistiþjónusta Sunnu, Drangsnesi S: 451 3230
– Gististaður –
holtag10@snerpa.is
 
Bryggjuhátíð á Drangsnesi S: 451 3277
– Líf og fjör í heilan dag þann 22. júlí
 
Sundlaugar í Kaldrananeshreppi S: 451 3201
– Sundlaugin Drangsnesi og Gvendarlaug hins góða Bjarnarfirði
 
Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði S: 451 3380
– Gisting, veitingar –
www.strandir.saudfjarsetur.is/laugarholl
 
Hótel Djúpavík S: 451 4037 – www.djupavik.com
– Gisting, veitingar, leiðsögn um síldarverksmiðju, kajakleiga 
 
Minja- og handverkshúsið Kört S: 451 4025
– Minjasafn og handverkshús í Árnesi, Trékyllisvík
 
Ferðafélag Íslands, Valgeirsstaðir Norðurfirði
– Gisting, skipulagðar ferðir – S: 568 2533 –
www.fi.is
 
Freydís sf S: 893 6926 – www.freydis.is
– Áætlunarsiglingar frá Norðurfirði. Gisting í Bolungavík
 
Ferðaþjónustan Ófeigsfirði S: 852 2629
– Tjaldsvæði
 
Ferðaþjónustan Reykjarfirði nyrðri – S: 853 1615
– Gisting, tjaldsvæði, sundlaug –
reykjarfjordur@simnet.is