Á dögunum bættist nýr bátur í flota Hólmvíkinga, Herja ST-166. Það er útgerðarfélagið Hlökk ehf. í eigu hjónanna Ingvars Þórs Péturssonar og Bryndísar Sigurðardóttur sem keypti bátinn. Herja er splunkunýr bátur, smíðaður af fyrirtækinu Trefjum í Hafnarfirði. Herja ST-166 er Cleopatra 31 og er útbúinn fyrir netaveiðar og með grásleppuleyfi. Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti myndum af bátnum í Hólmavíkurhöfn í gær var verið að gera klárt á grásleppu í vor.
Herja ST-166 í Hólmavíkurhöfn – ljósm. Jón Jónsson