21/05/2024

Vegurinn í Árneshrepp opinn

Mokstursvél í ÁrneshreppiVegurinn í Árneshrepp var hreinsaður í dag og verður aftur farið í fyrramálið að hreinsa ef með þarf. Á einstaka stað er svell á vegi, en annars er vegurinn vel jeppafær. Greiðfært er innansveitar í Árneshreppi. Veðurspáin fyrir morgundaginn gerir ráð fyrir hægviðri og léttskýjuðu fram eftir degi og talsverðu frosti. Vaxandi suðvestanátt og él síðdegis og hlýnandi.