11/10/2024

Saltkjöt og baunir í Skelinni

Dýrindis saltkjöt og baunasúpa að hætti matreiðslubókar Helgu Sigurðar var á boðstólum í Skelinni – lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík í gær. Þá belgdu menn sig út af saltkjöti á sprengidaginn og hlýddu á fróðleik þjóðfræðinganna um þessa kjötkveðjuhátíð fyrir lönguföstu – bolludag, sprengidag og öskudag. Saltkjötið smakkaðist afbragðs vel, enda sérvaldir síðubitar af Strandasauðum. Þeir Strandamenn sem lengst ganga í villimennskunni á Sprengidag, borða saltkjötið með sméri, en Manneldisráð mælir ekkert sérstaklega með því.

bottom

frettamyndir/2011/640-saltkjot2.jpg

Saltkjöt og baunir, túkall – ljósm. Jón Jónsson