
Að setningu lokinni hófst hátíðin. Þar voru tekin fyrir hin ýmsu atriði á leiksviðinu, mest frumsamið efni sem oftar en ekki tengdist skólalífinu og eða daglegu lífi í sveitinni. Mörg ágætis tónlistaratriði voru einnig flutt, en tónlistarkennslan er í höndum Pálínu Skúladóttur.
Öll börnin bæði í Grunnskóla Borðeyrar og dagvistun tóku virkan þátt í hátíðinni og var þetta skemmtun hin mesta. Skólablaðið Borðeyringur var til sölu á hátíðinni en útgáfa þess var endurvakið nú í vetur eftir nokkura ára hlé. Blaðið er vandað að allri gerð svo sómi er að.
Umfang árshátíðarinar og útgáfa skólablaðsins hvíldi að stórum hluta á herðum þeirra Jónu Guðrúnar Ármannsdóttur og Maríu Kristínar Sævarsdóttur, sem eru kennaranemar við skólann.
Að skemmtun lokinni var boðið til veislu sem foreldrar barnanna sáu um.
Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is í Hrútafirði, Sveinn Karlsson, var að sjálfsögðu á staðnum og smellti þessum myndum af samkomunni.