14/09/2024

Dæmalaust fjör á öskudagsballi

Heilmikið öskudagsball var haldið á Hólmavík í dag og voru þar margvíslegar furðufígúrur á ferli. Þar mátti finna geimverur og kúrekar, sauðfé og tígrísdýr, prinsessur og einhyrningar, blámenn af Avatar ættbálknum, gsm-sími og íþróttaálfur, róni og klæðskiptingar. Verðlaun voru veitt fyrir frumlegasta búninginn og fékk stórhyrndur hrútur frá Bæ á Selströnd þau. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af ótal myndum og örfáar þeirra reyndust birtingarhæfar. Krakkarnir skemmtu sér hið besta, eltust um, marseruðu, dönsuðu og slógu karamellur úr tunnunni við mikinn fögnuð viðstaddra.