
Hönnun á varnarmannvirkjum er ekki lokið, en ljóst er að grípa verður til einhverra ráðstafana, því Sauðfjársetursmenn spila gjarnan fjölskyldubolta á vellinum á sunnudögum yfir sumarið og svo eru þeir líka öðru hverju við æfingar á hinum margfræga trjónufótbolta og sjá þá sjaldnast hvað er fyrir framan fætur þeirra.
Frú Kollfríður lét sér vel líka þó menn væru að væflast í kringum hana, en stökk þó tímabundið af eggjunum þegar mælt var fyrir varnarmannvirkjum.

Æðarkollan Frú Kollfríður og eggin hennar – Ljósm. Jón Jónsson.