19/09/2024

Bryggjuhátíðin 16. júlí

Undirbúningur fyrir Bryggjuhátíð á Drangsnesi er kominn á fullan skrið, enda ekki seinna að vænna þar sem 16. júlí kemur brátt. Bryggjuhátíðarnefnd kom saman síðastliðið mánudagskvöld og var þar ýmsum verkum skipt niður á fólk svona eins og gengur. Að mörgu er að hyggja, en á Drangsnesi er margt gott fólk sem er viljugt til að vinna fyrir Bryggjuhátíðina svo að það er ekki vandamál að fá hlutina gerða. Farið var yfir dagskrána og eru öll helstu atriði komin á hreint.

Bryggjuhátíðarnefndin – ljósm. Jenný Jensdóttir