30/10/2024

Yfirlýsing frá J-lista fólki

Fréttavefnum strandir.saudfjarsetur.is hefur borist yfirlýsing frá J-listanum vegna ummæla Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns í Svæðisútvarpi Vestfjarða í vikunni þar sem hann mun hafa sagt að Framsóknarflokkurinn stæði að J-listanum sem sigraði með yfirburðum í kosningum til sveitarstjórnar í Hólmavíkur- og Broddaneshreppum um síðastliðna helgi. Rúna Stína Ásgrímsdóttir segir þetta alrangt, J-listinn sé listi félagshyggjufólks og fólk úr öllum áttum standi að honum. Því geti Framsóknarflokkurinn alls ekki eignað sér það fylgi sem J-listinn hlaut í kosningunum síðstliðinn laugardag.