16/06/2024

Vortónleikar á Hólmavík

Í kvöld var haldinn á Hólmavík fyrri parturinn af vortónleikum Tónskólans á Hólmavík. Í kvöld voru það einkum yngri nemendurnir sem komu fram, en annað kvöld verður seinni hlutinn og þá spila aðallega eldri krakkarnir fyrir áhorfendur. Hefjast tónleikarnir annað kvöld klukkan 19:30 eins og í kvöld. Tónleikarnir voru ágætlega sóttir og skemmtu áhorfendur sér hið besta.

Ljósm. Jón Jónsson