28/05/2024

Vonarholtsvegur og fleiri vegir

Vegamenn að störfumNý grein bættist í dag í flokkinn Aðsendar greinar og fjallar eins og margar aðrar um samgöngur og vegamál. Má ætla að fátt sé meira rætt hér á svæðinu þessar vikurnar, enda má segja að staða mála hvað varðar samgöngur í sýslunni sé óviðunandi og ný samgönguáætlun er í burðarliðnum á hinu háa alþingi. Það er Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík sem ræðir tilvonandi veg um Arnkötludal og Gautsdal og aðra vegi á Ströndum.