19/09/2024

Mokfiskirí í góða veðrinu

Jón að landaÍ veðri eins og verið hefur undanfarna daga er ekki amalegt að vera á sjó og ef vel aflast er það enn betra. Stefnir St 47 sem er 5,5 brt línubátur gerður út frá Drangsnesi var á sjó í dag og var að koma í land seinni partinn með 3,3 tonn af góðum fiski. Það gaf ekkert eftir af plássi að þeir hefðu komið meiri afla fyrir nema þá inni í húsi. Á Stefni er Jón Magnússon og Guðmundur Guðmundsson.

 

Stefnir nálgast Dragnsnesbryggju og greinilega vel hlaðinn.

Guðmundur Guðmundsson og Jón Magnússon á Stefni St 47 við Drangsnesbryggju

Byrjað að hífa

Jón er bara á kafi í fiski

Jón Magnússon