09/09/2024

Vita allt um íslenska tónlist

Það var að venju mikið fjör á pöbbkviss keppninni á Café Riis á laugardaginn, en að þessu sinni var spurt um íslenska tónlist. Arnar S. Jónsson stjórnaði keppninni og fór á kostum með margvíslegum tóndæmum, myndum og spurningum sem allir könnuðust við, en áttu í mesta basli við að muna akkúrat það sem spurt var um. Það voru Salbjörg Engilbertsdóttir og Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík sem fóru með sigur af hólmi að þessu sinni eftir spennandi keppni, en þau vissu ótrúlegustu hluti um íslenska tónlist, gamla og nýja. Sigurlaunin voru að venju kassi af öli. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavélina og tók nokkrar myndir.

Sigurvegarar

frettamyndir/2008/580-pubkvis4.jpg

frettamyndir/2008/580-pubkvis3.jpg

Pöbbkviss á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson