28/04/2024

Vinna að uppsetningu sýningar um Ísland

Næstkomandi fimmtudag opnar sýning um Ísland í The Science Museum í London. Ólafur Ingimundarson á Svanshóli hefur undanfarnar vikur tekið þátt í uppsetningu sýningarinnar, en Árni Páll Jóhannsson er aðalhönnuðurinn. Árni Páll er líka hönnuður sýninga Strandagaldurs, bæði Galdrasafnsins á Hólmavík og Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Sýningin í London Science Museum kallast Pure Iceland og þar mun m.a. vera fjallað um magnaða náttúru og hreinleika landsins og stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í vetnisframleiðslu.

Hægt er að nálgast heimasíðu London Science Museum á þessari slóð: http://www.sciencemuseum.org.uk/exhibitions/iceland/.


Frá hægri: Árni Páll sýningahönnuður, Ríkharður verkfræðingur, Lói á Hóli og Einar Unnsteinsson staddir í London. Þeir hafa allir komið að uppsetningu Galdrasýningar á Ströndum með einu eða öðru móti