22/12/2024

Viktoría verður atvinnuráðgjafi

Viktoría Rán Ólafsdóttir (frá Svanshóli) á Hólmavík hefur verið ráðin atvinnuráðgjafi AtVest og nokkurra sveitarfélaga á Ströndum og hefur aðsetur á Hólmavík. Samkvæmt fréttatilkynningu AtVest mun hún hefja störf um áramótin. Viktoría er viðskiptafræðingur að mennt og hefur mikla reynslu af stefnumótun, markaðssetningu og áætlanagerð og hefur m.a. gegnt starfi verkefnastjóra við millilandainnheimtu hjá Intrum Justitia. Ráðningin er samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélagsins, sveitarfélaga og Vaxtarsamnings Vestfjarða. Með þessu samstarfi er ætlunin að efla ráðgjöf og verkefnastjórnun í Strandasýslu, en um er að ræða nýtt stöðugildi.