23/12/2024

Viðgerðir á einbreiðum brúm boðnar út

Í dag voru á vef Vegagerðarinnar auglýst útboð á verkefnum sem snúast um steypuviðgerðir á einbreiðum brúm á Innstrandavegi nr. 68 (milli Staðarskála í Hrútafirði og Hrófár í Steingrímsfirði). Um er að ræða þrjú verkefni þar sem gera á við fjórar brýr, yfir Tunguá og Þambá í Bitrufirði, Fellsá í Kollafirði og Hrófá í Steingrímsfirði. Verða tilboð sem berast opnuð þann 17. maí. Á Innstrandavegi eru ennþá 13 einbreiðar brýr og er aðkoma að sumum þeirra afleit og úrbóta þörf. Það á meðal annars við um brúna yfir Hrófá sem er rétt við blindhæð og óttalega leiðinlegar beygjur eru við allar einbreiðu brýrnar í Bitrufirði.