15/04/2024

Vetrarstarf Norðurljósa að hefjast

Vetrarstarfið er að hefjast hjá Kvennakórnum Norðurljós á Hólmavík og verður fyrsta æfing vetrarins næstkomandi fimmtudag kl. 20:00. Spennandi starf er framundan í vetur, m.a. er stefnan að tekinn verði upp geisladiskur og einnig er hugmyndin að kórinn fari í utanlandsferð í vor. Nýliðar sem vilja taka þátt í starfi kórsins eru hjartanlega velkomnir á æfingar.