22/12/2024

Vetrarauki á Ströndum

Héraðsnefndarfundur í SævangiEftir hádegi í dag hefur snjóað nokkuð á Ströndum og allt orðið hvítt að nýju. Fuglarnir virðast láta sér það í léttu rúmi liggja og flykkjast á svæðið. Þrestir eru komnir í hundraðavís og halda söngæfingar snemma morguns. Gæsirnar flögra glaðbeittar yfir fjall og fjöru. Heiðlóan sást fyrst hér við Steingrímsfjörð á mánudaginn síðasta, eftir því sem best er vitað, þær voru þá tvær að vappa í kringum Hnitbjörg. Héraðsnefnd Strandasýslu lætur snjókomuna heldur ekkert á sig fá, en situr sem fastast á rökstólum í Sævangi og hefur gert síðan í morgun.

Þessar myndir voru teknar frá ritstjórnarskrifstofu strandir.saudfjarsetur.is nú fyrir nokkrum mínútum –  ljósm. Jón Jónsson.