22/12/2024

Vestfjarðavíkingurinn

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is minnir lesendur sínar á þáttinn Vestfjarðavíkingurinn 2004 sem sýndur verður í Ríkissjónvarpinu á gamlársdag kl. 17:00. Eins og menn muna mættu kapparnir á Strandir nú í sumar og sýndu hrikalega krafta sína. Var ein keppnisgrein haldin á Sævangi og önnur á Hólmavík í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni á báðum stöðum. Undir þessum tengli má finna myndir frá keppninni í Sævangi. Í kynningu fyrir þáttinn segir:

Vestfjarðavíkingurinn 2004
Þáttur um árlegt aflraunamót á Vestfjörðum sem nýtur sívaxandi vinsælda. Keppnin hefst að þessu sinni á Reykhólum og í Bjarkalundi og berst norður á Strandir, en Vestfjarðavíkingar hafa ekki keppt á þessum stöðum fyrr. Kraftajötnarnir reyndu einnig með sér á Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Ellefu jötnar kepptu á Vestfjarðavíkingnum í ár og er mál manna að keppnin hafi aldrei verið harðari. Dagskrárgerð: Óskar Þór Nikulásson og Samúel Örn Erlingsson.