Categories
Frétt

Vestfjarðavíkingur og tónleikar í Hólmavíkurkirkju

Það er mikið um að vera í skemmtanalífinu framundan um allar Strandir og í dag, fimmtudaginn 2. júlí, er úr ýmsu að velja fyrir þá sem þyrstir í afþreyingu og skemmtanir. Tröllkarlarnir í Vestfjarðavíkingnum mæta í sundlaugina á Hólmavík í dag kl. 14:00 og keppa þar í fyrstu keppnisgrein í mótinu í ár, áður en þeir halda í Heydal í Mjóafirði þar sem önnur greinin fer fram kl. 18:00. Í kvöld kl. 20:00 eru síðan tónleikar í Hólmavíkurkirkju þar sem Svavar Knútur, Helgi Valur og hljómsveitin Árstíðir sem slegið hefur í gegn undanfarið láta gamminn geysa. Heimsóknin er hluti af tónleikaferðalaginu Hver á sér fegra föðurland?