26/12/2024

Vestfjarðavíkingar sýna kraftana

Vestfjarðavíkingurinn hófst í dag á Hólmavík og fór fyrsta keppnisgreinin fram á túninu við Galdrasýninguna. Þar köstuðu menn 25 kílóa kút af mestu kappsemi og snérist leikurinn um að henda honum yfir sem allra hæstan vegg. Hæst allra kastaði Hafþór Júlíus Björnsson sem þeytti kútnum yfir 5,50 sem mun vera Íslandsmet með kút af þessari þyngdargráðu. Annar varð Stefán Sölvi Pétursson sem vippaði kútnum yfir 5,35. Þriðji varð Ari Gunnarsson sem fleygði kútnum yfir 5,20, en alls tóku 11 kappar þátt í þrautinni. Eftir keppnina á Hólmavík brunuðu kapparnir á Drangsnes til að leika þar listir sínar.

0

Vík

atburdir/2011/640-vik7.jpg

atburdir/2011/640-vik8.jpg

atburdir/2011/640-vik6.jpg

atburdir/2011/640-vik4.jpg

atburdir/2011/640-vik3.jpg

atburdir/2011/640-vik12.jpg

atburdir/2011/640-vik14.jpg

atburdir/2011/640-vik11.jpg

atburdir/2011/640-vik1.jpg

Vestfjarðavíkingar á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson