11/09/2024

Verði þoka og verði skrípi

Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði verður opnað formlega á morgun, laugardag og hefst athöfnin kl. 20:00. Formaður Ferðamálaráðs Einar K. Guðfinnsson opnar kotbýlið formlega og eru allir Strandamenn og gestir þeirra hvattir til að mæta og fagna þessum langþráða áfanga í uppbyggingu Galdrasýningar á Ströndum. Eftir opnun gefst gestum tækifæri á að skoða kotbýlið. Rútuferð verður frá Hólmavík í tilefni af opnuninni. Farþegar sem ætla með rútunni verða sóttir kl. 19:30 í Upplýsingamiðstöðina og Galdrasafnið á Hólmavík. Farið verður til baka til Hólmavíkur kl. 21:30. Verð í rútuferðina er kr. 1.500.-

Kotbýli kuklarans verður síðan í framtíðinni opið frá kl. 10:00-18:00 alla daga yfir sumartímann og aðgangseyrir er kr. 500.-