21/12/2024

Vel heppnaðir tónleikar hjá Guitar Islancio

Guitar IslancioTónleikar Guitar Islancio á Café Riis í gær voru vel heppnaðir og í morgun spilaði tríóið fyrir og með nemendum í Grunnskólunum á Hólmavík og Drangsnesi ásamt Borðeyrarskóla í kirkjunni á Hólmavík. Margvísleg tilþrif voru höfð í frammi og mikið fjör, þar sem krakkar og kennarar sungu hástöfum með tríóinu sem spilaði af hjartans list. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum í Hólmavíkurkirkju í morgun og smellti af nokkrum myndum af spileríinu sem var hluti var verkefninu Tónlist fyrir alla.   

Tónlist fyrir alla

frettamyndir/2008/580-tonlistalla3.jpg

frettamyndir/2008/580-tonlistalla1.jpg

Guitar Islancio í Hólmavíkurkirkju ásamt stórsveit Grunnskólans á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson