Categories
Frétt

Jambo, hakuna matata, simbi og mamba

Strandamenn hafa allmargir lært nokkur orð í Swahili sem er viðskiptamál í Afríku síðustu daga. Þeir vita líka núna að efnahagslíf Madagaskar varð fyrir áfalli 1985 þegar Coca Cola hætti að nota jafn mikla vanillu í uppskriftina og áður og að Girma forseti Eþiópíu verður 85 ára í desember og á fimm börn með eiginkonu sinni. Ástæðan er skemmtilegt Afríkukvöld sem nemendur í 6. bekk Grunnskólans á Hólmavík stóðu fyrir með aðstoð kennaranna og buðu fjölskyldum sínum á. Þar var leikið og sungið og dansaður regndans, farið í spurningakeppni og síðast en ekki síst var smakkað á fjölmörgum bragðgóðum afrískum réttum sem börnin höfðu útbúið með aðstoð kennaranna.

Gleði gleði

atburdir/2009/400-afrika.jpg

atburdir/2009/580-afrika4.jpg

atburdir/2009/580-afrika2.jpg

Afríkukvöld á Ströndum – ljósm. Arnar S. Jónsson>