12/09/2024

Harður árekstur í Bitrufirði

Harður árekstur varð í Bitrufirði í dag þar sem jeppabifreiðir rákust saman skammt utan við Óspakseyri. Slys urðu á fólki og voru þrír fluttir suður með sjúkrabílum til rannsókna. Ekkert GSM-samband er í Bitrufirði þar sem slysið varð, en bóndi í nágrenninu sem kom fljótlega á vettvang var með NMT-síma í bíl sínum og gat kallað eftir aðstoð sjúkrabíla og læknis frá Hólmavík.