11/10/2024

Borðtennismót og körfuboltamót um páskana

580-karfa4

Tvö íþróttamót á vegum Héraðssambands Strandamanna verða í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík um páskana. Borðtennismót HSS verður haldið á föstudaginn langa 25. mars og hefst kl. 13:00. Þátttökugjald er kr. 780 greitt í afgreiðslu og skráning á staðnum. Körfuboltamót HSS verður svo haldið laugardaginn 26. mars kl. 13:00. Þátttökugjald kr. 780 er greitt í afgreiðslu. Skráning er á staðnum og skipt í lið, allir að mæta og hafa gaman.