24/06/2024

Vegurinn í Árneshrepp opnaður

FlugvallarvélinÍ gær var lokið við að opna veginn frá Gjögri inn að Djúpavík, en Árneshreppsbúar hafa unnið að því á tveimur vélum, flugvallarvélinni sem er útbúin snjóblásara og tönn og hreppshjólaskóflunni sem er útbúin tönn. Í morgun var svo haldið áfram suður frá Djúpavík og á móti koma moksturstæki frá Hólmavík. Því má reikna með að vegurinn í Árneshrepp verði orðinn opinn í kvöld. Í samtali við Evu Sigurbjörnsdóttir hótelstýru á Djúpavík kom fram að kvikmyndatökumenn væru væntanlegir norður í Djúpavík á fimmtudaginn, en þeir hyggjast taka þar upp efni fyrir stuttmynd.