29/03/2024

Vegagerðin fundar með Bjarnfirðingum

Á BjarnarfjarðarhálsiFulltrúar Vegagerðarinnar héldu fund með íbúum í Bjarnarfirði á dögunum, að ósk íbúa sem vildu ræða um nýja brú á Bjarnarfjarðará og vegagerð í firðinum. Til hefur staðið í nokkurn tíma að skipta um brúna því sú gamla er komin á aldur. Fram höfðu komið fram hugmyndir um að færa brúna töluvert neðar í fjörðinn, en flestir voru á því að brúin ætti að vera áfram á sama stað. Eins kom á fundinum fram sú hugmynd að brúin færist framar í fjörðinn og vegurinn liggi yfir ána við Skarð og tengist þar nýrri veglínu sem hefur verið teiknuð yfir Bjarnarfjarðarháls og á að stytta veginn um það bil um kílómetra.

Ekkert er vitað hvenær farið verður í framkvæmdir við veginn um Bjarnarfjarðarháls, en síðustu ár hefur verið talið nauðsynlegt að lagfæra brúna yfir Bjarnarfjarðará tafarlaust eða skipta um hana.