22/12/2024

Vegaframkvæmdir framundan

Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar kemur fram að meðal fyrirhugaðra útboða á árinu er vegarspotti á Strandavegi (nr. 643) frá Illaholti að Eyjum. Ekki kemur fram hvenær verkið verður auglýst eða hversu langur vegakaflinn er, en það hlýtur að skýrast bráðlega. Gleðilegt er að sjá aftur verkefni á Vestfjörðum á listanum yfir fyrirhuguð útboð en langt er síðan síðast sást til verkefna í fjórðungnum á þeim lista. Einnig er verkefni á Djúpvegi meðal fyrirhugaðra útboða nú, vegurinn um Svansvík.