06/05/2024

Vararafstöð á Gjögurflugvelli

Fyrir skömmu var sett upp vararafstöð á Gjögurflugvelli á vegum Flugmálastjórnar. Hún framleiðir um 80 kw og á að anna orkuþörf flugvallarins. Rafstöðin, sem er af gerðinni Cummins, er sjálfvirk og á að fara í gang þegar rafmagn fæst ekki frá samveitu vegna bilana eða annarra truflana. Með uppsetningu rafstöðvarinnar eykst mjög öryggi íbúa Árneshrepps þar sem flugvöllurinn er þá starfhæfur þótt rafmagn frá samveitu sé ekki til staðar þegar á þarf að halda.

Vararafstöðin á Gjögurflugvelli – ljósm. Þórólfur Guðfinnsson