30/03/2023

Hamingju-Hólmóvision á miðvikudag

Arnar S. JónssonÍ dag, miðvikudaginn 21. maí, fer fram í félagsheimilinu á Hólmavík dægurlagasamkeppni Hamingjudaga. Keppnin hefst kl. 20:00 og eins og í fyrra eru það fjögur lög sem taka þátt. Aðgangseyrir að keppninni er aðeins kr. 500 fyrir fullorðna, en börn á grunnskólaaldri fá ókeypis aðgang. Að sögn Brynju Bjarnfjörð framkvæmdastjóra Hamingjudaga verður mikið fjör á keppninni þó ekki séu keppnislögin mörg; meðal annars verða gömul og góð vinningslög flutt meðan atkvæðatalning stendur yfir. Hún vildi einnig hvetja Hólmvíkinga og nærsveitunga til að fjölmenna og hafa áhrif á hvaða lag verður Hamingjulagið 2008. Lögin fjögur og flytjendur þeirra má sjá hér fyrir neðan.

Síðast sigraði Arnar S. Jónsson með lagið Hólmavík er best, en áður hafa Daníel Birgir Bjarnason og Kristján Sigurðsson sigrað í samkeppninni um Hamingjulagið.

Heiti lags – flytjendur – Dulnefni höfundar

1. Heiti lags: Í fjörunni – Flytjandi: Jón Halldórsson – Dulnefni höfundar: Rebbinn
2. Heiti lags: Ég vil dansa – Flytjandi: Salbjörg Engilbertsdóttir – Dulnefni höfundar: Klikkhaus
3. Heiti lags: Hólmavík – Flytjandi: Jón Halldórsson – Dulnefni höfundar: Karrinn
4. Heiti lags: Hamingjan – Flytjandi: Jón Gústi Jónsson – Dulnefni höfundar: SG